Tómas Ingason, Tekjustýringardeild gerði sér lítið fyrir og hljóp Walt Disney World Marathon þann 13. janúar síðastliðinn.
Hann var á staðnum, ákvað að skella sér með stuttum fyrirvara og taka hlaupið sem góða langa æfingu. Þátttakendur voru 18.000 og var þröngt á þingi alla leiðina þannig að hann komst ekki eins hratt yfir og hann vildi. Tómas á 3:47 frá Reykjavíkurmaraþoni síðan í ágúst 2007. Æfingatíminn hans í þessu hlaupi var 4:23.
Dagur
1 ummæli:
Þetta er frábært! Vonandi fáum við að sjá þennan á æfingu.
Kv. Sigrún
Skrifa ummæli