Mættir á gæðaæfingu: Stefán Viðar, Dagur, Guðni, Höskuldur, Fjölnir og Sigrún. Einnig sást Sveinbjörn mæta og hljóp sér.
Hituðum upp í skógi og söfnuðumst saman í pörum neðan við Perlu. Tókum 5 spretti þar í brekku sem byrjaði sem flöt. Áttum að taka 4 en Guðni var svo góður að knýja fram eina enn. Gerðum þetta í pörum og skokkuðum síðan um Öskjuhlíð til að lengja í æfingunni. Söfnuðumst saman inni í skógi og tókum sprett í gegnum skóginn að rústum með forgjafar starti. Sjaldan eða aldrei hafa meðlimir skokkhópsins komist nær því að skilja merkingu orða bresku drottningarinnar sem á sínum tíma talaði um "annus horribilis" svo mögnuð var æfingin. Ef einhver á í vandræðum með að skilja samlíkinguna verður sá hinn sami bara að mæta á næstu svona æfingu. :=)
Æðisleg æfing í góðu veðri sem þó fór kólnandi.
Kv. Sigrún
2 ummæli:
sagan segir að æfingin hafi verið svo mögnuð að fullorðnir menn hafi grátið ...
Ekki grétu konurnar allavega.
Kv. S
Skrifa ummæli