miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Hádegisæfing 20. febrúar

Mættir í dag á "recovery" æfingu: Björgvin, Oddgeir, Fjölnir, Dagur og Sigrún.
Fórum á hægu tempói skógræktarhringinn og Nauthólsvíkurstíginn tilbaka. Veður harla óskemmtilegt, slabb og vindur. Engar uppskriftir voru ræddar, enda annar matarfíklanna fjarstaddur. Menn höfðu það á orði að aðalritarinn ætti að færa sig framar í hópinn og hætta að ræða við hinar kellingarnar í hópnum um mat. Mun ég íhuga þetta og framkvæma í kjölfarið.
Alls 6,5 rólegir.

Einnig hvet ég þá sem vilja koma athugasemdum á framfæri á blogginu að hafa manndóm til að láta nafn fylgja með athugasemd, ef menn vilja láta taka sig alvarlega.

Kv. Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spurning um að fara að taka eins og eina hádegisæfingu með þér og þínum fyrst að þú ert með kettlingastæla og þorir ekki á langar á laugardögum..!! Kv, nafna þín :-)