Mættir : Dagur, Guðni, Oddgeir, Björgvin, Anna Dís og Jói.
Sól, kalt og gjóla. Stefnan tekin inní Fossvogsdal og skógræktina í skjól. Anna Dís ákvað fljótlega að hægja á og hlaupa Jóa uppi enda á leiðinni í heimsreisuna og óþarfi að tefla heilsunni í tvísýnu í þessum kulda. Aðrir tóku skógræktina og síðan inn Fossvogsdalinn. Við ríflega 4km var snúið við og þeir sem vildu voru með í stuttum eltingaleik upp skógræktarbrekkuna. Samtals ríflega 8km á rólegu tempói.
Í tilefni dagsins :Hvað eiga rjómabolla, hreindýraskinn og arineldur sameiginlegt?
1 ummæli:
Allir eru þessir hlutir fegurri á einni hlið en hinni.
Anna Dís
Skrifa ummæli