föstudagur, febrúar 22, 2008

Kvöldæfing 21. febrúar

Að tillögu Stefáns þjálfara var haldið inn í Laugardalshöll og tekin æfing í hinni frábæru frjálsíþróttaaðstöðu sem þar er. Þegar við komum inn í Laugardal hittum við fyrir Sigurbjörn Árna, gamla þjálfarann okkar, og slógumst í hópinn með honum og nokkrum ungum og efnilegum piltum. Tókum rólega upphitun, ca. 3k á þægilegum hraða um stígana í dalnum.Þegar inn í hús var komið voru fyrst teknar drillæfingar og í framhaldinu nokkrar 60m hraðaaukningar á beinu brautinni. Eftir það tók alvaran við og eftirfarandi prógram sett í gang: 5 X 600m tempó og 200m hratt m/ einni mínútu á milli. Þriggja mínútna hvíld var á milli setta. Það reyndist sumum ofviða að klára öll settin en ekki orð um það meir. Aðalatriðið var að vera flottur á hlaupabrautinni enda landsliðsmenn eins og Björn Margeirs og Sveinn Elías að æfa á brautinni á sama tíma. Mjög skemmtilega en erfið æfing.

Jens

Engin ummæli: