föstudagur, mars 14, 2008

Hádegisæfing 14.mars

Í dag var fallegt og milt veður, kjöraðstæður til sýninga. Því fórum við sýningarrúnt um bæinn. Mættir: The Queen (Huld), Der Trainer (Dagur), The Sprinter (Björgvin), The Comebacker -var ekki(Guðni), The Non-efforter (Oddgeir), The Wannabe (Sigurgeir), The Trailer (Fjölnir), The Lady (Bryndís), The Boss (Anna Dís) og The Stripper (Sigrún). Einnig hlupu aðrar leiðir Sveinbjörn og Ingunn, en ég læt vera að sinni að uppnefna þau.
Fórum á rösklegum hraða (að mér fannst) niður í bæ, Sæbraut, Ráðhús og Hljómskálagarð. Skrýtið hvað Dagur virðist þrá athygli bæjargesta (á hlaupum) sem hann kallar gjarnan "f. amateurs", hvað sem hann meinar með því. Tókum síðan einn hálffullan Jónas og sat Powerade þreytan aðeins í sumum. Ekki öllum. Drottningin var fersk með O og D. Skokkuðum síðan heim og alls mældist þessi leiðangur á 9. km og var hlaupið hið dásamlegasta.

Góða helgi!
Sigrún

Mental Note:

Engin ummæli: