föstudagur, mars 14, 2008

Powerade Vetrarhlaupið - Mars

Hér eru tímar okkar fólks frá því í gærkvöldi:

44:34 Oddgeir Arnarson
44:42 Guðni Ingólfsson
44:45 Sigurgeir Már Halldórsson
45:44 Huld Konráðsdóttir
47:17 Fjölnir Þór Árnason
47:44 Sigrún Birna Norðfjörð
48:52 Hólmfríður Ása Guðmundsdóttir

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var frábært hlaup. Byrjaði á upphitun. Strákarnir voru of stressaðir til að hita upp þannig að ég blikkaði Ásu með mér.

Við Sigurgeir byrjuðum sæmilega hratt (rúmlega 4:30) og sáum Oddgeir og Sigrúnu hverfa fyrir framan okkur. Pikkuðum Sigrúnu fljótt upp og fundum svo Huld. Sigurgeir gerði ungæðislega tilraun til að stinga mig af í brekkunni upp að Breiðholti. Ég tók hann niður á jörðina og náði upp hraðanum á niður leiðinni. Fundum Oddgeir 6.K og tókum hann með okkur að 7 þar sem hann bjó til forskotið sem hann hélt út hlauðið. Hægðum á okkur á 8 og 9. Þurfti svo að berja Sigurgeir áfram síðasta spölin þar sem hann leiddi með nokkrum metrum þangað til kom að endaspretti. Hann endaði í personal best ásamt Fjölni.

Takk fyrir flott hlaup í góðum félagsskap.

Guðni

Icelandair Athletics Club sagði...

Oddgeir var líka með PB og og ég lét ungling ekki vinna mig aftur á 1 sekúndu. Vil taka það fram að við (O og S) erum þarna ótvíræðir sigurvegarar parakeppninnar!
Takk sömuleiðis fyrir frábært hlaup. Þið sáuð að ég var á hlýrabol eins og frændi. Lúkkið, jú sí.

Nafnlaus sagði...

Guðni þú mátt eiga það að ég hefði líklega ekki náð PB ef þú hefðir ekki lamið mig áfram. Mjög sérstakt að hvetja keppinauta sína áfram ;o) Nú er stefnan sett á Róm og þar verður ekkert gefið eftir á endasprettinum. Þar verður stefnt á þrefaldan sigur, þ.e. Icelandair-liðið, vinna Guðna og parasigur!
Takk sömuleiðis fyrir góða keppni og skemmtilegt hlaup.

Kv. Sigurgeir

Nafnlaus sagði...

Flottir tímar hjá ykkur öllum, til hamingju. Ég er búin að vera að hlaupa um víða Evrópu s.l. 2 vikur, nánar um það á hlaupadagbókinni fyrir þá sem hafa áhuga. Sé ykkur á mánudag, kem heim á morgun, ætla reyndar að hlaupa langt á sunnudag heima ef einhver hefur áhuga á að slást í för. kveðja frá France, Hössi.