Hrun krónunnar virðist hafa alvarleg áhrif á mætingu skokkhópsins, en hrun var á mætingu í dag. Einungis þrír jaxlar mættu: Björgvin, Dagur og Sigrún. Athygli vakti að alveg stytti upp á meðan æfingin fór fram, enda stórstjörnur á ferð. Fórum á þægilegu (í alvöru) tempói bæjarrúnt: Snorrabraut, Sæbraut, hafnarsvæði, framhjá Búllunni, í gegnum miðbæinn með tilheyrandi matarfýlu, upp framhjá M.R. og Laufásveg í átt að HLL. (Gleymdi alveg að sýna þeim húsið þitt Óli, sorrí). Ræddum fjármál m.a. og hversu mikið peningar geta verið fyrir manni. Alveg sérstaklega þegar þeir eru ekki til.
Ætlum að sms-a á hópinn um páskana varðandi hlaup. Ef þið viljið vera með í grúppu látið þá Der Trainer vita.
Alls mjög frískandi 8 km í fínu veðri.
Kv. Sigrún
P.S. Björgvin tók ofsafenginn 60m endasprett og kom okkur alveg í opna skjöldu. Áttum ekki svar.
3 ummæli:
Þetta var "cunning" taktík hjá mér hehehe. Eftir að hafa drattast á eftir Degi og Sigrúnu í 8K með tilheyrandi óhljóðum þegar Dagur valdi að hlaupa upp nánast "lóðréttar" brekkur miðbæjarins (mér allavega leið þannig að ég væri nánast að klífa vegg)dróst ég smám saman afturúr. Var 50-60m á eftir við Valsheimilið. Náði að lengja hvert skref um 5cm þaðan og "læddist" aftan að þeim skjötuhjúum þar sem fall ISK var til umræðu. Átti ekki nema nokkra metra í þau þegar þau litu bæði til baka og sáu þá Steypireyðinn (það er ég :-) "á hælunum á sér". Ráku þau bæði þá upp skaðræðis vein "Nnneeeeeiiiii" en allt var fyrir bí. Endurtekning á "Héranum og Skjaldbökunni" ? Maður spyr sig. Steypireyðurinn hafði sigrað Antílópuna og Krónhjörtinn.... frh. eftir páska.
Hvor er antílópan? Stripparinn eða herforinginn?
Ljótt að koma aftan að fólki!
Kv. Stripprún
Urðu tvíburarnir nokkuð á vegi ykkar í dag? Kv, nafnan þó ekki a.k.a The stripper!
Skrifa ummæli