Mér datt í hug lag Sigurrósar "Viðrar vel til loftárása" þegar ég lagði ein af stað á æfingu í dag. Veður afleitt, rigning og rok og færi allslæmt. Ákvað þó að "testa" ASCA brautina og hitaði upp smá og tók síðan tvo keppnishringi á hraða og náði góðu skriði á seinni. Það verður að segjast að brautin er afleit, snjór og slabb og hlákan sér um að þetta er pollahlaup. Kom veðurbarin en sæl að HLL og tók 30 armbeygjur og 60 maga. Hafði áður hitt Sigurgeir en hann fór 3 ASCA hringi og var slæptur eftir veðrið. Þeir Cargo bræður eru nú rétt í þessu að leggja lokadrög að bestu hugsanlegu nálgun á ASCA hringinn á fimmtudaginn og munu gefa út fréttabréf þar að lútandi á næstunni.
Kv. Sigrún
2 ummæli:
Sigrún mín.
Mér datt eitt augnablik í hug að mæta í hádeginu en tókst að bægja þeirri hugsun frá í tíma ;-).
Ég notaði uppskriftina þína um helgina við mikla ánægju þeirra sem fengu að njóta. Breyttist reyndar í kjúklingauppskrift í mínum meðförum og virkaði vel sem slík. Hafðu þakkir fyrir.
Kv. Huld
There is plenty more where this came from... Hefði verið gaman að hafa þig í dag!
Kv. Sigrún
Skrifa ummæli