laugardagur, mars 22, 2008

Laugardagur

Mætt við Árbæjarlaug á slaginu 8.00 voru: Dagur, Höskuldur, Guðni og undirrituð. Hlaupaleiðin lá framhjá Elliðárvatni inn í Smáralind, eftir skítalæk að Kópavogshæli. Þaðan var tekinn stuttur hringur umhverfis hús Jens og svo haldið rakleiðis inn Fossvoginn og Elliðárdalinn að Árbæjarlaug. Þar skildu leiðir. Dagur og Höskuldur fóru létta 5K til viðbótar meðan við Guðni hættum eftir 19K á tempó 5.29. Höskuldur stefnir á Kaupmannahafnarmaraþon og er því á fjúgandi ferð.
Mál manna var nú gætum við með góðri samvisku hámað í okkur páskegg af öllum stærðum og gerðum.
Páskakveðja,
Anna Dís

6 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Er að fljúga eða standby þessa daga en hleyp og borða páskaegg til skiptis.
Kv. Aðalritarinn (SBN)

Nafnlaus sagði...

Jens, Úlfar og ég girtum í brók í morgunn og fórum 13 km svokallaðan Fosssvogahring frá Laugum á tempó 5,15. Já og mikið var nú páskaeggið ljúft.

Bryndís.

Nafnlaus sagði...

Ég og Ása tókum 9,2 km Freaky Friday í Borgó á föstudaginn. Fórum innanbæjar á laugardag (8,5 km) og sunnudag(5 km), þ.e. í Kópavogi. Vil benda á að það er engin "skítalækur" í Kópavogi...allur okkar skítur rennur neðanjarðar til Rvk. ;o) Gleðilega Páska.

Kv. Sigurgeir og Ása

Icelandair Athletics Club sagði...

Það þarf ausýnilega innfædda til að fara rétt með nútímastaðreyndir í Kópovogi.
Mikið er gott að menn eru að standa sig vel í hlaupum á þessum súkkulaðidögum. Hvernig gekk séra Pálma að messa yfir þér Dagur í skíðabrekkunni?
Anna súkkulaði-Dís

Icelandair Athletics Club sagði...

Eigum við nokkuð að tala um mína 38km? Hvað skyldu það annars vera mörg páskaegg?
Kv. Huld

Nafnlaus sagði...

Úff, það er ekki laust við að maður fái létt samviskubit við að lesa þessar hlaupafærslur ykkar.
Dvaldist á Akureyri og í Hrísey yfir páskanna og hljóp aðeins einu sinni skitna 7-8 km. Meiri einbeiting og áhersla á skíðaferðir í Hlíðarfjalli og á Dalvík auk þess sem var mikið étið og drukkið.
Kv, Fjölnir