Mættir: Dagur, Guðni, Óli og Sigurgeir.
Þjálfarinn ákv. að við færum total 8 km og færum í vesturátt framhjá ylströndinni. Eftir mikla útreikninga var niðurstaðan sú að 4 x 2 km væru 8 km þó að flestir voru ekki að skilja hvert Dagur var að fara með þetta. Hann var auðvita að reikna út tempó-hlaup! Það var sem sagt hitað upp í 2 km og svo voru næstu tveir teknir á tempó-inu hans Guðna, þ.e. úr síðast hlaupi sem var rétt undir 4 min. Svo voru teknir 2 km rólegt og svo aftur 2 km tempó sem endaði að ég held bara í 1 km og svo 1 km rólegt. Til að gera langa sögu stutta þá tóku Dagur, Guðni og Óli vel á því og eiga hrós skilið. Undirritaður tók það bara rólega en skilaði sér alla leið. Sigrún...nei ég var ekki á séræfingu! Þessi æfing var deildarskipt og ég var bara í neðri deild í þetta skiptið ;o)
Kv. Sigurgeir
1 ummæli:
Sæll-ég var á séræfingu, stuttum brekkusprettum 12 stk. Séræfingar eru bara slæmar ef þær eru í skógi.
Kv. SBN
Skrifa ummæli