þriðjudagur, júlí 01, 2008

Hádegisæfing 1. júlí

Mættir í dag í fallegu veðri í recovery hlaup: Dagur, Guðni, Bryndís, Sigurgeir, Óli, Ársæll og Sigrún. Fórum saman gegnum skóginn og út í skógræktina í Fossvogi og þaðan tilbaka upp í gegnum suðurhlíðar og Öskjuhlíð og heim. Nokkrir eru að skipuleggja WARR, panta sér hótel og þ.h. Gaman ef fleiri sýna áhuga. Einnig er yfirstrumpur á leið til USA að keppa í götuhlaupi þar en meira verður fjallað um það síðar. Það er viðbúið að hann snýti nokkrum heimamönnum þar ef að líkum lætur.

Í dag alls 7,7 og fín æfing.
Kv. Sigrún


Astazan fyrir venjulega, eitthvað sterkara fyrir Guðna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég man óljóst eftir að hafa lesið grein þar sem umræðan gekk útá hvort þetta lyf (drug) ætti heima á bannlista alþjóða olympíusambandsins eða ekki.

Icelandair Athletics Club sagði...

Þetta er ekki "drug" heldur fæðubótarefni. Þarft að éta slatta af fiskiolíu til að ná upp í skammtinn.
Kv. SBN
P.S. Líður bara vel á þessu!