mánudagur, ágúst 25, 2008

Hádegisæfing 25. ágúst

Í dag voru mættir: Guðni, Dagur, 'Oli, Jens, Oddgeir, Bryndís og Sigrún. Einnig sást til Ingunnar í baðklefa og hafði hún verið á æfingu.
Fórum öfuga Hofsvallagötu og þótti aðalritara nokkuð rösklega farið miðað við allt. Þjálfarinn var á öðru máli og sagði að nú tækju við ný markmið og tempóið keyrt upp á ný. Allright! Menn eru náttúrulega ekkert þreyttir eftir að hafa sett sér hjárænuleg markmið sem enginn vandi var að ná. Það er augljóst. Annars var veður heldur hryssingslegt þótt hlýtt væri. Gerð var hávísindaleg könnun á æfingunni varðandi orkugel og má lesa nánar um hana hér.


Alls 8,6K

Kv. Sigrún

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Well well well......