Þrot Glitnis hafði áhrif á mætinguna í dag enda flestir meðlimir klúbbsins eflaust með miklar innistæður í bankanum og sömuleiðis mikið bundið í hlutabréfum.
Að minnsta kosti getur það ekki hafa verið loforð um brekkuæfingu sem fældi menn frá.
Mæting : Dagur og Ólafur, hótel Baldur á eigin vegum.
Loforð um brekkuæfingu stóðst. Tókum 'The Four Arm Octopussy'. Fjórar langar brekkur upp Öskjuhlíðina, frá suðurenda kirkjugarðs, stokkurinn, malbik að sunnanverðu og að lokum skógarstígurinn. Allir alla leið upp. Samtals 8,5k.
Kveðja, Dagur
2 ummæli:
æAhrifa kolkrabbans gætir greinilega víða.
Kv. Aðal
Shitturin í helv.... það hefur verið ljóta skrímslið. "Four arm octopussy". Þetta er svona svipað og að taka æfingu sem heitir "Two legged dog!..... (Ath. Octo.. = 8)
Kolkrabbar eru nefnilega með 8 arma. Ég hlakka til að mæta á mega æfinguna "Two legged dog".
Kv. Sjávarútvegsfræðingurinn.
Skrifa ummæli