Mæting: Sigurgeir, Dagur, Guðni, Fjölnir, Óli, Bjöggi, Sveinbjörn og Elísabet.
Sveinbjörn fór sínar eigin leiðir og Elísabet líka, veit samt ekki hvort þau fóru saman. Restin helt af stað í gegnum skóginn í átt að kirkjugarðinum. Þegar komið var í kirkjugarðinn var upphitun lokið skv. þjálfaranum. Við tók val, þ.e. hver og einn réði hraðanum í ákv. tíma eða vegalengd. Teknir voru mislangir og hraðir sprettir í garðinum. Þegar allir voru búnir, bæði að velja sprett og búnir á því, þá kom umferð 2! Þá færðum við okkur í skóginn og heldum áfram með spretti ásamt því að menn bættu við "twist" í sprettina eins og t.d. hnélyftur, armbeygjur, magaæfingar o.fl.
Moment dagsins: Bjöggi spretti af stað upp brekkur eftir 20 armbeygjur og þegar hann áttaði sig á því að það átti ekki að spretta þá varð hann bara fúll. Ath. að þetta var 11. sprettur dagsins, átti greinilega nóg eftir ;o)
Total 8 km í dag.
Kv. Sigurgeir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli