laugardagur, október 04, 2008

Esjan 4.október



Héldum af stað í rútu frá HL með viðkomu á bensínstöð, til að sækja þrjá. Nokkrir komu síðan á eigin vegum. Veður var ægifagurt, sól og logn og hiti mjög þægilegur til útiveru. Þeir sem lögðu af stað frá Esjurótum voru: Sigrún, Sveinbjörn, Jói Úlfars, Jens Bjarna, Kalli, Kristinn Hjörtur, Sissa og Jónas (eiginm.), Oddný, Dagur, Svana, Hilmar og Inga Lára. Uppi rákumst við svo á Ágústu með tvær stelpur með sér.
Leiðin upp var frekar greið, snjór á köflum en oftast fínt færi. Nokkrir voru með göngustafi og flestir í gönguskóm, sumir í hlaupaskóm, sem dugðu alveg. Fórum upp að Steini, mishratt og söfnuðumst þar saman. Nokkrir vildu þá fara alla leið og gerðu það en aðrir ýmist biðu eða héldu niður. Tveir hlupu niður, aðrir gengu.
Sjaldan hefur veður verið eins fagurt og stillt og vel til Esjugöngu fallið og í dag og næsta víst að þessi ferð þolir alveg endurtekningu í náinni framtíð. Um 3,3 kílómetrar eru upp að Steini og tæplega 600m hækkun en um 190m bætast við alveg upp á topp.
Bestu kveðjur,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka öllum fyrir frábæra Esjuferð í gær. Kvedja, -jb

Icelandair Athletics Club sagði...

Takk sömuleiðis, endurnærir sál og líkama!
Kv. SBN