föstudagur, október 03, 2008

Hádegisæfing - 3. október

Mæting : Sigurgeir, Kalli, Óli, Dagur og einnig sást til Ingunnar á eigin vegum

Allir sem hlupu í dag eru viðskiptafræðingar og þótti því við hæfi að fara í pílagrímsferð milli mustera miðborgarinnar (Seðlabanka, Stjórnarráð, Alþingi, Ráðhús). Færðar voru fórnir til að friða guði efnahagsreglar óreiðu og biðja fyrir því að ráðamenn þjóðarinnar hafi visku til að leiða þjóðina gegnum þessar þrengingar sem hún stendur frammi fyrir. Amen.

Annars, flott veður, fínt færi, góður félagsskapur og síðast en ekki síst Kalli sem fær stóra stjörnu í kladdann fyrir að mæta í stuttbuxum.

Kveðja,
Dagur

Engin ummæli: