fimmtudagur, október 02, 2008

Hádegisæfing 2. október


Í dag í tilefni sláturtíðar, var tekin æfing til heiðurs hjartanu að beiðni Huldar. Um var að ræða 6x400m spretti. Hlaupnir voru ca. 2/3 úr "Jónasarhring" og svo mjög rólega 1/3 úr hringnum þar til sprett var úr spori á nýjann leik. Þar sem klúbbmeðlimir hafa látið í ljósi gríðarlega hæfileika í rími, innrími og stuðlun fékk æfing dagsins nafn. Öll þekkjum við frasa eins og "No Whining Wednesday", "Freaky Friday", "Manic Monday" og svo nýlega bættis við tilvísun í dýraríkið - "The Four Arm Octopussy". Haldið var áfram með dýraþemað að þessu sinni og var æfing dagsins kölluð "The Horrible House-fly". Af hverju? Jú húsflugur (reyndar eins og flestar aðrar flugur) eru með 6 lappir en ekkert svo langar. Snilld!
Undirritaður leggur samt hér með til eftir æfingu dagsins, að við förum að keppa í "hjartasprettum". En þeir fara þannig fram að mældur er hjartsláttur keppenda strax eftir svona spretti, og sá vinnur sem er með flest slög á mínútu. Undirritaður telur sigurmöguleika sína allnokkra og þónokkuð mikið betri heldur en í þessum hefðbundnu hlaupum klúbbsins. Annars, snilldar æfing í góðu veðri.
Mættir voru, Hössi Heljarmenni, Dagur Drullufljóti, Óli Ofurmenni, Huld Hjartgóða (ath. snilldina hér, tvöföld merking :-), Sveinbjörn Sjúkraliði, Sjávarútvegsfræðingurinn Sí-þreytti, og síðast en ekki síst, formaður vor Hafdís......ég meina Anna Dís, það er svo langt síðan síðast.... :-)
Ég biðst innilega sáð... ég meina forláts á undirskriftarleysinu og kvitta hér með fyrir.
"Bjútíð"

1 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Hey ætlar undirritaður að undirrita?
Kv. Hafdís nei ég meina Anna Dís (ups!)