mánudagur, október 06, 2008

Manic Monday 6. október

"Það sést hverjir drekka Egils Kristal" enda mættu bara Jói (hraðganga), Dagur, Oddgeir og Sigrún í hundaveðri dagsins. Hrakspár og hrun fá engu breytt um einbeitingu þessa hlaupahóps sem ótrauður stefnir að sínu marki. Fórum í skógarhlaup til að verjast ágangi fjölmiðla (ekki út af veðri) og hlupum bláa stíg 6*, með leiðsögn til skiptis, nánast í beit. Félagsmenn eru að bæta á sig vetrarflíkunum og þeir alhörðustu komnir með húfu og vettlinga, eins og skólastrákum sæmir.
Fín æfing og smá magi á eftir.
Kveðja,
Sigrún
N.B. hver hringur er um 876m

Engin ummæli: