fimmtudagur, október 30, 2008

Hádegisæfing - 30. október

Það var glaðlegur og einbeittur hópur sem lagði af stað frá Hótel Loftleiðum klukkan 12:08. Þar voru mættar hótel systurnar Sigurborg, Ágústa og Baldur, Guðni og Huld ásamt undirrituðum. Einnig sást til Reynis Péturs (Jóa) á hraðgöngu.

Hótelsystur skunduðu í brekkuæfingar í Öskjuhlíðina með hörku endasprett að sögn Baldurs. Restin fór sýningarhring í bæinn að venju á góðvirðisdögum, sögur og gátur sagðar, helgið og gantast. Fitubollukeppnin leiddi í ljós að þjálfarinn hafði bætt á sig 1,5kg síðan á þriðjudag. Með þessu framhaldi verður hann orðinn þyngri en Bjútíið fyrir árshátíð.

Gátan : Í landinu einu fara fram kosningar milli tveggja frambjóðenda. Í landinu eru 11 fylki með hvern sinn kjörmann og í hverju fylki eru 11 kjósendur. Meirihlutakosning í hverju fylki ræður kjöri kjörmanns og meirihluti kjörmanna ræður kjöri forseta.
Hvað getur sá sem tapar kosningunum að hámarki fengið mörg atkvæði kjósenda?

Aukasprettir á morgun í Öskjuhlíðar terrornum í boði fyrir rétt svar.

Kveðja,
Dagur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Icelandair Athletics Club sagði...

Hæ Bjössi bolla, kjötbollur fjórar! Trúi þessu ekki, hreinlega. Verð að krefjast þess að fá að sjá þegar vigtun fer fram.
Kveðja,
Aðal.

Nafnlaus sagði...

Það er því miður ekki hægt enda fer vigtun alltaf fram strax eftir sturtu þegar menn eru berstrípaðir. Spurning þó hvort þetta væri ekki gott atriði á árshátíðinni!

Kv.Dagur

Icelandair Athletics Club sagði...

Já, já. Ég skal horfa á ykkur berstrípaða þar á vigtinni...
Síðasta fitubollan hefur ekki enn verið vigtuð.
Kveðja, Sama Aðal.