miðvikudagur, desember 10, 2008

Hádegisæfing - 10. desember

Mæting : Guðni, Dagur, Anna Dís, Kalli, Huld, Björg og var ekki Sveinbjörn þarna líka?

Kalli átti setningu dagsins þar sem hann stóð á stuttbuxunum í búningsklefanum og spurði: "...er húfuveður?". Var þetta spurning um að verða ekki kalt á hausnum eða átti að koma í veg fyrir að hárgreiðslan ruglaðist og hárgelið læki niður í augun?

Þar sem Powerade Vetrarhlaupið er á morgun var tvennt í boði. Annars vegar Suðurgata á stelpuhraða með Guðni fyrir þá sem voru að fara í Powerade eða treystu sér ekki í meira og hins vegar Hofsvallagata eða meira út að kafara á veiðihraða fyrir þá sem ekki voru að fara Powerade eða vildu meira.

Anna Dís vildi fara á kerlingarhraða en þar sem aðeins voru Guggur og Gaurar á æfingu var aðeins boðið uppá stelpuhraða á Suðurgötuna.

Góð æfing í 8 gráðu hita og greinjandi rigningu.

Kveðja,
Dagur

Engin ummæli: