Mæting í dag var góð: Ingunn og Laufey fraktskvísur vóru á eigin vegum, Sveinbjörn fór Suðurgötuhringinn (hefði klárlega átt að koma með okkur) en restin fór rólega Hofsvallagötu, eftir megni (sem þýðir að sumir eru rólegri en aðrir). Þetta vóru Guðni, Dagur, Fjölnir, Sigurgeir, Bryndís og Sigrún. Snjór var á brautinni en sandað á stíg, sem er gott en ákveðinn kvíðbogi er samt í þeim hlaupurum sem hyggjast fórna sér í Powerade á fimmtudaginn, varðandi veður og færð. Annað, öllu alvarlegra mál er þó ofar í huga félagsmanna, en það er stóra vínsmökkunarmálið sem nú virðist í uppsiglingu og er á of viðkvæmu stigi til að hægt sé að greina frá því í smáatriðum. Spyrja verður að leikslokum um lúkningu þess máls og verða dæmin að tala sínu máli á fimmtudaginn. Munið: "Eftir einn, ei aki neinn" en hinsvegar minnir mig að einn góðkunningi lögreglunnar hafi sagt: "Eftir tvo, hlauptu svo". Glöggir lesendur vita eflaust við hvurn er átt.
Fínt veður og alls 8,75K
Veðurspáin fyrir fimmtudaginn
Kveðja,
Sigrún
Engin ummæli:
Skrifa ummæli