mánudagur, desember 08, 2008

Hádegisæfing 8. des. "Simulatorinn"

Samkvæmt plani var "simulatorinn" tekinn í dag, Sveinbjörn var á eigin vegum en í herminn mættu: Guðni, Kalli, Oddgeir, Huld og Sigrún. Dagur kom svo inn eftir fyrsta hring en hann þurfti að bera út fríblöð í Múlahverfi fyrst og hljóp þaðan. Fyrir ókunna skal þess getið að hermirinn er braut sem er um 800m löng, liggur upp ASCA-brekku í skógi, áfram í átt að Perlu, 180° snúningur (mikilvægt að ná góðum möndulsnúningi), niður malarstíg (nú snævi þakinn) og áfram eftir vegi í gegn hjá keðju. Lenging brautar var grenjuð í gegn af ljósfextum kvenkyns þátttakendum og er það vel. Þessi leið var tekin 3x eftir um 2K upphitun, skokkað rólega á milli og niðurskokk eftir það. Alls var æfingin um 8K í snjó en fínu veðri. Enn eiga nokkrir, sem tóku áskorunina um armbeygjur alvarlega, eftir að skila inn sínum 1. viku tölum. Þar á meðal er upphafsmaður og sá sem er í forsvari æfinganna ásamt öðrum slúbbertum. Menn mega búast við dagsektum ef frekari tafir verða á birtingu talna.
Kveðja,
Sigrún

Running form - how to improve it.

Engin ummæli: