Mættir í dag: Jói og Óli fóru sér, Björgvin, Sveinbjörn, Gnarr, Sigurgeir, Guðni, Dagur, Huld og Sigrún. Meiningin var að taka rólega æfingu, vegna fjölda áskorana, og leit út fyrir að það myndi rætast ágætlega. Hinsvegar náði Dagur að hræða minnstu sálirnar (aðalritara og hr. Bernaise) þegar hann dró línu og sagði kunnuglega:"Jæja, hér er línan-þið þekkið þetta..." Sæll, gat manni brugðið aðeins meira? Þetta reyndist hinsvegar vera vinnustaðahrekkur og héldum við áfram göngu okkar til góðs í samvinnu við Hjartaheill í gegnum skóg inn í Fossvog og þaðan tilbaka í Öskjuhlíð og heim. Sjaldan hefur jafnrólega verið farið yfir og í dag en á morgun, fríkaða Frjádaginn verður eitthvað aðeins spýtt í lófana. Strákarnir fóru síðan á fund vigtunarráðgjafa eftir hlaupið en nokkrum var ráðlagt að leita á náðir hafnarvogar Reykjavíkuborgar.
Alls 7,10K
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Fatnaður og búnaður er eitthvað sem allir hlauparar þurfa og öðru hverju sér maður góð tilboð sem erfitt er að hafna. Spurning um að stofna með okkur innkaupasamvinnufélag : t.d. ef einhver rekst á gott tilboð erlendis þá kaupa í einhverju magni og endurselja eða ef tilboðið finnst á netinu þá að safna saman, við þetta sparast sendingarkostnaður.
Sjá t.d. hlaupa-/hjólasokkar á http://www.bikebuster.dk/detaljer/141886.html?utm_source=Mailtool&utm_medium=email&utm_campaign=84750
Hvað segiði?
Skrifa ummæli