Mæting: Sveinbjörn, Jói (ekki á séræfingu), JGnarr, Fjölnir, Huld og Sigurgeir (dulbúinn sem Kalli). Sveinbjörn fór sínar leiðir. Restin fór Hofsvallagötu. Huld aka Dvergurinn tók að sér að héra Geiturnar þrjár! Það var tempó frá HLL að kafara.
Total 8,7 km @ 41:02
Það er ekki oft sem það vantar Guðna, Dag og Aðal á sömu æfinguna. Skv. þeim upplýsingum sem við höfum þá er Dagur veikur eða næstum því veikur, Guðni að lesa sig til á hlaup.com og Aðal liggur enn þá í brekkunni við Fylkisvöll eftir Powerade!
Kv. Sigurgeir
5 ummæli:
Nú liggja Danir í því...
úps, aumingja Sigurgeir hann á ekki sjö dagana sæla á næstunni.
kv, geit #3
Maður mættir dag eftir dag og er ekki minnst á mann. Ekki veit ég hvenær þið komið til baka í hádeginu annað hvort var það talsvert fyrir eitt eða löngu eftir. Ekki varð ég var við ykkur sem eruð á séræfingum alla dag. kveðja joulf
Fyrirgefðu. Þú ferð svo hratt yfir að við tökum ekki eftir þér. Bæti þér við mætinguna.
Kv. Sigurgeir
Gaman að lesa að 'The House Bunny' hafi mætt!
Skrifa ummæli