miðvikudagur, mars 25, 2009

Hádegisæfing 25. mars

Mættir voru: Hössi, Dagur, Huld, Sigrún og Sveinbjörn (að hluta til á sérleið). Fórum Hofsvallagötu á frekar þægilegu tempói nema Dagur, sem fór 5*800 á 90-100% hraða, með skokki á milli. Enginn er maður með mönnum nema sá sem vinnur eftir prósentukerfinu. Hlaupa á 90% hraða, borða 70% súkkulaði, hvíla 100% o.s.frv. Það tilkynnist hérmeð að hið mánaðarlega sjósund FI fer fram á föstudag, 27. mars, í hádeginu. Menn eru hvattir til að klæðast skóm eða ullarsokkumog taka með sér handklæði og sundföt, eða klæðast þeim undir hlaupagallanum. Síðan er vert að geta kökuhlaups Flóamanna, sem fram fer á laugardag en innifalið í skráningargjaldinu er hið víðfræga og glæsilega hlaðborð þeirra Flóamanna sem enginn verður svikinn af eftir hlaupið. Eru menn hvattir til þátttöku í þessu skemmtilega hlaupi og skrá sig hér fyrir neðan í comments, til að sameinast um bílferðir.
Flóahlaup UMF Samhygðar

Alls 8,7K
Kveðja,
Sigrún (100% teygja)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta á nú að vera 90-100% púls en ekki hraði : ) þú verður að fara að lesa þér til svo þú getir verið með í % umræðunni : ) og hætt að tala um kökur! ég stefni annars að því að mæta í Flóa/köku hlaupið.
kv.Hössi

Icelandair Athletics Club sagði...

Er greinilega ekki með nema 30% þekkingu á þessu:). Bendi þér á þetta til gamans í staðinn: http://www.internetfitness.com/articles/running_yasso.htm

Kveðja,
Aðalritari