Fyrsta hlaup Subway mótaraðarinnar var haldið í dag. Mættir voru: Fjölnir Subwayfíkill, Sigurgeir, fv. rekstrarstjóri Subway, Dagur tempóbrjálæðingur, Huld bátaberi og Sigrún eldhnöttur. Oddgeir og Jói voru á eigin vegum en sá fyrrnefndi fór í öfugri röð á Subway staðina en missti af okkur samt. Alltaf aðeins á skjön við veruleikann drengurinn sá. Ljóst var að um ægilegt tempóhlaup yrði að ræða og byrjuðum við á Borgartúni, svo Lækjargötu og þá Subway við umferðamiðstöð, þar sem pantaðir vóru bátar á línuna. Eftir það rólegt heim á hótel með kafbátinn undir höndum, til að halda hita. Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið effort verið lagt í að fá sér einn sveittan. Ja, svei mér þá.
Alls 8,4K
Góða helgi,
Sigrún
5 ummæli:
Millitímar: Borgartún 14:33, Austurstræti 26:20 og Umferðamiðstöðin 31:30
Kv. Sigurgeir
Svei mér þá ef manni langar bara ekki í einn ,,söbbara"...þið eruð glæsileg ;o)
kv. Ása
Hann braggðist líka bara bærilega eftir þennan líka brjálaða eltingarleik!
Kv. Dagur
Ja hérna, einhver hafa átökin verið ef Der Trainer talar um brjálaðan eltingarleik.
BM
Þó svo að ég hafi ekki nennt að mæta síðan síðast...þá sé ég bara enga ástæðu til að mæta ef það á bara að hlaupa út í sjoppu og fá sér einn sveittann....frekar keyri ég...
Kv. Bjútíið
Skrifa ummæli