miðvikudagur, apríl 29, 2009

Sjósund 29. apríl

Mættum 3 píur; tveir Valsarar og einn Þróttari til að skokka í Nauthólsvík og fara í sjóinn. Vindur nokkuð mikill og slagveður. Reyndum að taka mynd en of mikið rok reyndist vera til að það heppnaðist. Skelltum okkur þá jafnhendis út í sjóinn, sem var vægast sagt mjög ÚFINN. Sjóhiti var þó hagstæður (7° en á móti komu 22 m/s í vindi). Allmargir karlkynsáhorfendur voru á svæðinu og vöktum við loks verðskuldaða athygli, enda árennilegar með afbrigðum. Fyrr höfðum við hitt þá félaga Guðna, Dag, Óla og Kalla en þeir kusu allir að fara "Kolkrabbann" í stað þess að striplast með okkur. Órtúlega klaufalegt!
Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÁRENNILEGAR???
Einhverntíma var talað um það að þessi og hin drottningin væru "ísmeygilegar" ef þær þóttu með afbrigðu fallegar, en árennilegar? Áttu þá við að það væri gott að stilla ykkur upp á svellinu í skautahöllinni reima á sig skautana og renna sér á ykkur??? Allt annað sem mér kemur í hug er mjög svo dónalegt og verður ekki haft í frammi hér.
Jahh, maður bara smyr sig...ég meina spyr sig.
Bjútíið blásandi.

Icelandair Athletics Club sagði...

Sérstaklega ef notuð er sjálfrennireið. Hvar varst þú?.....