miðvikudagur, maí 06, 2009

Hádegisæfing 6.maí


Sól og blíða á æfingu dagsins þar sem tekin var test-yfirferð í Icelandairbrautinni fyrir morgundaginn. Búið er að mæla og ótrúlegt en satt þá reyndist brautin enn 7km. Sáum þó ekki merkingu á 4km, en erum þess nokkuð viss að hún er mitt á milli 3. og 5. km. Einnig var nokkur léttir að uppgötva, eftir samtal við borgarstarfsmann, að verið er að leggja lokahönd á að steypa kantstein hægra megin í brautinni við startið. Mættir voru: Kalli, Sveinbjörn, Dagur, Anna Dís og Sigrún.
Alls 7K
Kveðja,
Sigrún


Veðurhorfur til kl. 18 á morgun
Vaxandi norðaustanátt, 8-13 m/s síðdegis. Dálítil rigning eða súld, en slydda til fjalla. Þykknar upp S- og SV-lands eftir hádegi, en úrkomulítið. Norðan 10-18 og rigning eða slydda með köflum á morgun, einkum norðaustantil, en bjartviðri á S- og SV-landi. Hiti 0 til 12 stig, hlýjast S-lands.
Spá gerð 06.05.2009 kl. 12:33

Engin ummæli: