Snemma í morgun sást til formanns skokkklúbbsins á hlaupum í Elliðárdalnum. Formaðurinn var fullklædd svo ekki sást í bert hold þrátt fyrir tilskipun stjórnar um annað.
Einbeitt stikaði hún áfram með hljóðbauk tengdan við hlustirnar (skyldi hún hafa verið að hluta á þennan...) og hvikaði hvergi þótt óbreyttur félagsmaðurinn reyndi árangurlaust að vekja eftirtekt hennar og sér.
Ljóst er að comeback er á næsta leiti.
1 ummæli:
Heyrst hefur að formaðurinn hyggist hlaupa Laugaveginn eftir tæpan mánuð. Er e-r fótur fyrir þessum þráláta orðrómi? Kv. HK
Skrifa ummæli