föstudagur, júlí 10, 2009

Hádegisæfing 10. júlí

Fremur fámennt á æfingu í dag í miklu blíðviðri. Þeim fjórum sem þó mættu tókst engu að síður að farast á mis og var hlaupið í tveim tveggja manna hópum. Fjölnir og Huld fóru hefðbundna Hofsvallagötu en Bryndís og Harpa Suðurgötu. Farið var fremur rólega yfir og veðurblíðu notið.

Kv. Huld

Engin ummæli: