fimmtudagur, júlí 09, 2009

Hádegisæfing 9.júlí

Vorum þrjú heljarmenni sem sigruðumst á freistingunum og slepptum útigrillinu í hádeginu. Það voru Kalli "coolmaster", Sigurgeir "svaðalegi" og undirritaður. Í fjarveru allra helstu kanónanna var ákveðið að breyta út af vananum, taka sénsa í lífinu - þ.e. "living on the edge!" og hlaupa bæjarrúnt á fimmtudegi. Coolmasterinn og sá svaðalegi hlupu þetta létt en Steypireyðurinn blés eins og Moby Dick. Það er hinsvegar gott til þess að vita að það er hægt að vinna sig upp úr líkamlegu gjaldþroti á skömmum tíma ef viljinn er fyrir hendi. Það er hinsvegar erfiðara ef gjaldþrotið er efnahagslegt.
Góðar stundir.
Bjútíið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Adrenalínið flæðir um líkamann þetta var svo mikið kikk að fara bæjarrúnt á fimmtudegi ;o)

Kv. Sigurgeir