föstudagur, júlí 03, 2009

Hádegisæfing - 3. júlí

Lengi er von á einum.

Mættir : Dagur, Ása, Sveinbjörn (á eigin vegum)

Ég hugsaði strax að nú væri tækifæri til að fara rólegan bæjarrúnt í fríðu föruneyti - en nei. Haldiði ekki að stúlkuskjátan hafi grátbeðið um kolkrabbann, hafði aldrei prófað og langaði þvílíkt.

Tókum kolkrabbann og stóðu hún sig með eindæmum vel, tók fantavel á, stynjandi og kveinandi eftir hvern sprett.

1375m á 6:09
428m á 2:08
475m á 2:15
721m á 3:25

Geriði betur!

Kveðja,
Dagur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil þakka Degi fyrir frábæra æfingu í dag´;o) Ég mun sennilega aldrei biðja um neitt slíkt aftur nema ég sé með óráði (sem ég hef væntanlega verið í dag, sökum sólstings!) Þetta var hressandi, allavega svona eftirá!, þrátt fyrir blóð..(..bragð í munni), svita og tár!

Kveðja
Ása.

Nafnlaus sagði...

VÁ! Hef aldrei farið þennan kolkrabba, er ekki einu sinni viss um hvar hann er að finna, og eftir lýsingar félaga minna af báðum kynjum læt ég hann bara eiga sig!
Mapur fær bara hroll!

BM