föstudagur, september 18, 2009

Hádegisæfing 18. september

Mættir: Bryndís sem sagði "WARR-ir" sínar ekki alveg sléttar frá Kína, smá skortur á skipulagshæfileikum þar, Sigurgeir, Dagur og Oddgeir (sem fylgt hafa fordæmi Aðal og kepptu í 5K Latabæjarhlaupi í gær í Árbænum), Andrés og Sigrún. Fórum rólegan miðbæjarrúnt með viðkomu í skuggasundum á stöku stað. Það er til skoðunar innan hópsins að taka hart á því ef félagsmenn verða fyrir áreiti eða jafnvel einelti á æfingum og utan þeirra t.d. með háðsglósum og myndbirtingum, og e.t.v. hunsun þannig að skaði hljótist af. Nokkrir félagsmenn hafa upplifað þetta og ekki treyst sér á æfingar að undanförnu. Nokkrir af aðal gerendum hafa einnig verið frá keppni og æfingum en borið við meiðslum. Eru hlutaðeigendur beðnir um að taka til í sínum ranni og muna að "aðgát skal höfð í nærveru sálar". Ef hinsvegar er um utanfélagsmann að ræða, horfir málið allt öðruvísi við, enda engar reglur sem ná yfir slíkt.
Alls 7,3 K
Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina "In a tisko feeling".
Mæli með þessu í KEF, neðstu myndinni. Ramon Roqueta, vínrauður miði, gyllt net.
Kveðja,
Aðal

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahah...þín hefur verið sárt saknað á blogginu ;o)

Kv. Sigurgeir