Mættir: Jói, Jón Örn, Dagur, Guðni, Sigurgeir og Fjölnir
Gestaþjálfari varð fyrir nokkrum vonbrigðum með mætingu í dag hvort sem um er að kenna að loksins lét veturinn sjá sig eða hvort Huld sé með svona mikið aðdráttarafl miðað við okkur hina (líklega). Það var allavega boðið upp á bráðskemmtilega æfingu við allra hæfi og var góður rómur gerður að frumraun gestaþjálfarans. J&J fóru sérleiðir en restin fór Hofsvallagötu. Helmingur hópsins hljóp aðeins fram úr sér og fóru perra-lengingu en annars fór allt vel fram.
Á morgun er svo boðið upp á fullveldishlaup og spretti.
Kveðja, Fjölnir
1 ummæli:
BB svaf greinilega yfir sig, eftir að hafa átt erfitt með að sofna á sunnudagskvöldið fyrir spenningi.
Skrifa ummæli