Á æfingu í dag tókst einhverjum að telja 13 manns. Alvar, Björgvin, Bryndís, Dagur, Fjölnir, Guðni, Hössi, Ingunn, Jói, Sigurgeir, Sveinbjörn og undirrituð. Glöggir lesendur átta sig nú á því að einn vantar til að ná tölunni 13. Sá sem verður fyrstur til að benda á þann sem vantar í upptalninguna fær verðlaun.
Dagskipanin var að hita upp að kafara og taka þaðan 500m spretti í vesturátt, 4-6 stykki eftir smekk, áhuga og þörfum hvers og eins. Stærsti hluti hópsins tók þátt í þessari dagskrá og fór svo að lokum að strákarnir vældu út einn til viðbótar, svo úr urðu 7 sprettir hjá hluta hópsins og endaði í æðisgengnum endaspretti. Þurfti gestaþjálfari að beita hörðu til að koma í veg fyrir áttunda sprettinn þvílík var þörfin fyrir spretti, greinilega uppsöfnuð.
6 ummæli:
Tómas Ingason var líka á svæðinu og skeiðaði Suðurgötuna limafagur með eindæmum. Annars bara vil ég taka það fram að það var ekki ég sem barðist fyrir þessum 8. spretti og satt best að segja held ég að ég hafi stunið upp "þið eruð vangefin" þegar ákveðið var að taka sprett nr. sjö, en svona er nú bara lífið, þ.e. það þarf stundum að taka aðeins á'ði.
Í Guðs friði.
Bjútí.
Ég var með líka. Þannig að það voru þá 15. Og hver leysir þá gátuna og fær veðlaun?
ég meina 14...
Það verða því bæði Bjútí og Nafnlaus sem hljóta verðlaunin en þau eru... áttundi spretturinn. Til hamingju!
HH
Nafnlaus reyndist vera Ársæll.
14 manns á æfingu, það er naumast að gestaþjálfarinn þessa vikuna er að vekja stormandi lukku.
Dagur
Hvernig gat ég gleymt þér, Ársæll?
Vonast eftir sem flestum á morgun.
Kveðja,
Huld H.
ps. Vill ekki e-r blogga Vesturbæjaræfinguna í dag?
Skrifa ummæli