Mættir : Guðni, Sveinbjörn, Dagur, Óli (á sérleið enda ekki í neinu formi að eigin sögn), Gerður+óþekkt starfskona úr Fjárvakri voru á sérleið með ströndinni, einnig sást til Jón Arnars en hann gleymdi skónum sínum heima og varð frá að hverfa.
Lagt var upp með 10k hlaupin spretti meðfram ströndinni fram og tilbaka (Guðni og Dagur), Sveinbjörn ákvað að taka 8k og var vendipunkturinn merktur með kaffimáli.
Lokatíminn á Guðna var 44:23 sem leggur sig á 4:26 meðalhraða. Sveinbjörn var á 5mín tempói út en hægði eitthvað á sér á bakaleiðinni.
Kveðja,
Dagur, formaður
1 ummæli:
Sakna þess að fé ekki tíma formanns líka!
kv, fþá
Skrifa ummæli