fimmtudagur, desember 17, 2009

Jólaæfing 17. des. kl. 17:08

Á jólaæfingu IAC mæta þeir sem vilja ganga í augun á þjálfaranum, en að þessu sinni voru það þau: Anna María Kristmundsdóttir (long time, never since...eins og snillingur einn sagði), Huld (in her final countdown for schooldaze), Sveinbjörn á kantinum (fann engin ormagöng v/myrkurs), Óli (með bindi(s)skyldu), Jói (á samfelldri sigurgöngu), Rúna Rut (sem er að byrja að átta sig á hvað við erum miklir vitleysingar), Jens (sem gerir út fjölda lyklabarna í 200, Kóp.), Dagur (der Führer, á mjúkum nótum samt), Oddgeir (hanskatýnir, bara fattaði það ekki), Bryndís (höfuðljósasérfræðingur), Fjölnir (financial dir.) og loks Sigrún (allsherjarfáviti, sem er alveg að smella í vitleysisgírinn, enn og aftur). Þetta furðulega "combo" hljóp létt frá hóteli og vestureftir með strönd, Suðurgötu, Tjarnargötu (skemmtilegustu endasprettsgötu í heimi), hvar tekinn var einn "dead-ari", gegnum hátíðlegan "downtown-inn", upp Skóló með Rocky, Eiríksgata og um Valsheimili og heim. Róleg jólastemning sveif yfir vötnum, utan einnar líkamsárásar, sem hundur Jens sá um að framkvæma, þótt ótrúlegt megi virðast. Féll einn þekktur hlaupari þar við fót og vonum við að ekki hafi hlotist skaði af. Eftir hlaup sem var u.þ.b. 8,7km var skammtaður 8 mín. tími til steypibaðs og tekinn einn gufubjór í kjölfarið á hótelbar. Kynnt voru drög að framkvæmdaáætlun næsta árs og er það ljóst að þar ræður ríkjum mikil frjósemi í hugsun og allri útfærslu og mörg spennandi verkefni eru í farvatninu. Rjúfa þurti þó útsendingu aðeins of snemma vegna þess að formaður þurfti að hjóla á brott, í annað póstnúmer, og skella sér í bíó í framhaldi af því.
Skemmtileg æfing í frábærum félagsskap. Því miður var fríður flokkur ekki festur á filmu en ég votta það að hann var óvenjufríður þetta árið!
Góðar stundir,
Sigrún

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leitt af missa af jólaæfingunni, hugsaði MIKIÐ til ykkar á meðan ég úðaði í mig súkkulaðiköku með miklu nammi ;o) - Þið eruð flottust ;o)
kv. Ása

Icelandair Athletics Club sagði...

Þetta er náttúrulega alveg ófært að hafa barnaafmæli svona á "versta tíma". Þið hefðuð átt að koma.
;) SBN

Unknown sagði...

Þetta hefur greinilega verið flott æfing hjá ykkur! Góður texti!

Nafnlaus sagði...

Var með í anda, sérstaklega vínanda. Tók hrikalega á því í ungbarnasundinu í staðin og labbaði 12 hringi í sundlauginni (12x6 m) með barn á hendinni. Er nánast óvinnufær í dag vegna þreytu. Sé að þetta hefur verið gríðargóð jólaæfing. Ég mæti bara næstu jól.
Kv. Bjöggi Póstnúmer (sem sífelt færist nær miðbænum )

Nafnlaus sagði...

Ritarinn stendur klárlega fyrir sínu og ég þakka fyrir gott og skemmtilegt hlaup í góðum félagsskap og ég er ekkert að fatta það núna að þið séuð "vitleysingjar" löngu vitað mál en þið eruð með fínar æfingar, þess vegna mæti ég :-) ....og auðvitað þrælskemmtileg líka :-)
Kv
RRR