Í gullfallegu veðri, sól frost og logn, mættu Jóhann Úlfarsson, Jói Húsvörður, Sköllótti kallinn í kjallaranum, ljósameistari Pelican og Joe the Conqueror. Skokkuðu þeir allir saman um hlíðar og dali og tóku vel á því að sögn húsvarðarins. "Ég held þetta hafi verið ein erfiðasta æfing FISKOKK frá upphafi" sagði ljósameistarinn sem var ennþá að ná fullu jafnvægi og sjón núna um kl. 15:00.
Að öllu gríni slepptu þá mætti Jói EINN í dag. Ég spyr bara, hvað er í gangi? Undirritaður er sjálfur alveg svaðalega tognaður eftir að hafa ofmetnast um síðustu helgi en er á réttri leið og mun mæta í næstu viku, þó ekki væri nema til að "tak´á´ð'i" með "the Lone Ranger" (nýtt nafn á Jóanum).
Aðrir limir FISKOKK vinsamlegast skili sér í hús og mæti á "pinnan" 12:08, þetta verður ekki liðið og bara eins gott að yfirþjálfarinn er norður í landi að borða ostasamlokur og drekka kakó í Hlíðarfjalli og mun því ekkert frétta af þessari dræmu mætingu.
With love and peace.
Bjútí hinn tognaði.
3 ummæli:
Sökum tillitsleysis hjá vinnuveitanda mun ég ekki komast í föstudagsrúntinn. :(
Go Jo!
kv.
JÖB
Ég og Fjölnir fórum eftir vinnu þar sem við vorum á fundi í hádeginu! Látum þetta ekki gerast aftur...
Kv. Sigurgeir
Engir aðrir með leyfi í dag? Stefnir í fjölmennt hádegi.
GI
Skrifa ummæli