föstudagur, mars 26, 2010

Freaky Friday 26. mars

Fín mæting í dag í "recovery": Sveinbjörn, Jón Örn, Guðni, Dagur, Bjöggi, Fjölnir, Baldur (sp. appearance, en dulbúinn sem Gajúl), Huld og Sigrún. Fórum rólegan (hm..?) bæjarrúnt eftir Sæbraut með viðkomu við húsið sem brann við hlið Gauks á Stöng (hét það þegar maður var og hét)og þar var ekkert að sjá. Síðan var haldið rakleiðis eftir hefðbundinni leið, Tjarnargata, framhjá hljómskála og beint heim á hótel. Mikil veðurblíða var í boði hússins og sætti það furðu, a.m.k. hjá aðalritara, að berun varð ekki opinberuð við hamarshögg. Greinilegt að fælingarmáttur aðalritara er nokkur, hvað varðar berun, en það er þó von hans að bert hold (Bertolt)félagsmanna fái að njóta sín á strætum borgarinnar áður en langt um líður.
Þakka þeim sem lásu og góðar stundir.
Í tilefni dagsins:
"Because things are the way they are, things will not stay the way they are".
Bertolt Brecht
Kv.
Sigrún :)

Engin ummæli: