föstudagur, apríl 23, 2010

Hádegisæfing 23. apríl

Mættir í dag á pinna: Huld, Dagur, Guðni, Bjöggi, Sveinbjörn og Sigrún. Á sérleiðum; Jói og Jón Örn. Nokkrar mikilvægar staðreyndir komu fram í dag:
1. Það má þvo hlaupaskó í þvottavél á 30km hraða. Þeir verða hinsvegar bara færir um að hlaupa á 20km hraða eftir meðferðina.
2. Enginn hefur staðfest þátttöku sína í ASCA-keppnina, en frestur til að staðfesta tilvist sína í liði rennur út í dag.
3. Gæsir gefa frá sér skerandi óp ef fældar, einar sér eða í smærri hópum. Friðun er nauðsynleg á þessum stofni, vegna sértækra veiðiheimilda.
Að auki var farinn rólegur miðbæjarhringur, hvar Björgvin hinn spengilegi og nýuppklassaði, hljóp fyrir hópnum sem aldrei fyrr. Svo vitnað sé í orð hans: "Ef ég ætti að hægja meira á mér þyrfti ég að labba". Svona eru nú framfarir örar í FI-skokkklúbbnum og virðingarröð getur riðlast eins og hendi væri veifað.
Góða helgi, hvert sem hugur ykkar stefnir!
Alls 8K
Kveðja,
Sigrún

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig langaði bara ekki að labba í gegnum Austurvöllinn á "tights" með ölvaða æsku landsins valsandi þar um í misflottum dimmiteringa-búningum. Því þegar þú ert í menntaskóla finnst þér ekki mjög töff að sjá fullvaxta karlmann í sokkabuxum labbandi á Austurvelli. Ákvað því að taka sprettinn þar í gegn og veitast frekar að gargandi fiðurfénaði ýmiskonar á heimleiðinni svona til að geta perrast smá í sokkabuxunum.
Kv. Bjútí

Nafnlaus sagði...

Hvar fær maður svona sokkabuxur sem koma manni á sprett harða eins og Bjútí er þessa dagana? ég er greinilega ekki í réttum buxum, það er alveg klárt mál ;)
KV
Triple-arinn