miðvikudagur, apríl 07, 2010

Hádegisæfing 7. apríl 2010

Bllleeeezzzzzz.
Jæja, það er ekki að spyrja að því um leið og foringinn gefur sauðsvörtum almúganum færi á að ráða hvernig æfingin verður þá verður náttúrulega VALSBREKKAN fyrir valinu. Einhverjar duldar hvatir flugmannsins geðþekka (Oddgeiros el Airoplainos)ollu því að hann nánast lagðist á hnéin með tárvot augu(smá dramatisering) til að fá því framgengt að brekkusprettir dagsins færu fram á hitaveitustokk þeim sem kenndur er við Valsheimilið. Vegna gríðarlegs hópþrýstings (frá Degi) ákvað hópurinn að láta undan og samþykkti með semingi að þetta yrði "set-up" dagsins.
Mætt til aftöku voru; téður flugkappi, áðurnefndur foringi, Ülaf von der Briem-erburg, Jón Ránfugl, Heart-beaterinn, hÓteL-I, og El Polis de Conquerre og Já-sæll var fulltrúi sérútbúinna.
Hlaupnir vor 2,2 K verulega hægt í upphitun, svona bara til að ná að mynda almennilegann kvíðahnút í maga fyrir átökin. Set-up ið var 2-4 sprettir allt eftir getu og nennu hvers og eins. Eftir mjög svo ómannúðlega meðhöndlun FISKOKK meðlima í téðri Valsbrekku var skokkað heim í gegnum Öskjuhlíðina á svona temmilegum hjólastóla hraða.
Frábærlega góð æfing með ennþábetra fólki.

P.s. það fórst fyrir að blogga æfinguna þann 31. mars s.l. en þá var undirritaður DREGIN áfram með lungun á framtönnunum af foringjanum í svokallað Píslarhlaup, eða 7 Kirkna hlaup þar sem 10 armbeygjur voru teknar við hverja kirkju. Sökum BPM yfir heilsuverndarviðmiðum fram eftir páskum eftir þessa æfingu tókst ekki að blogga. Sama dag mættu Bryndís og Innri og tóku 6 kirkjur með stæl.

Schnitzel,
Max BPM

2 ummæli:

Icelandair Athletics Club sagði...

Ef ég væri á eyðieyju og ætti hinstu ósk myndi ég biðja um að fá að lesa eitt blogg eftir Bjögga (last rites), erum við að ná því BJÖGGI??????????????????
SBN-ið

Nafnlaus sagði...

Við Sveinbjörn stóðum okkur líka í armbeygjunum, þær voru framdar við hverjar kirkjudyr og minntumst við í leiðinni þjáninga frelsarans. Það var ekki laust við að gjörningur þessi vekti nokkra athygli vegfarenda.

BM