þriðjudagur, júlí 13, 2010

Hádegisæfing@brekkan.is

Maður þarf víst að sjá einn um þetta blogg eftir að allir skallarnir fóru í frí; Gráni, skalli og músin en það er allt í lagi, maður er alveg að nenn'essu...
Einvala lið mætti sjálfviljugt á markaðstorgið í dag og beið þess er verða vildi undir stjórn Síams1 en hún hafði fyrirskipað Ösku(r)hlaup í dag. Þeir sem mættu vóru eftirtaldir: Jens og Táta, en Jens hleypur um þessar mundir á vegum Össurar með glænýja hulsu á hægri fæti, sem hann er að álagsprófa með útflutning í huga. Reyndar var einungis um teip að ræða en í fjarska virkaði fóturinn eins og álímdur. Allavega, líka vóru þarna Rúna Rut sem er í taperingu fyrir Laugaveginn, Huld sem er frænka Halhigdons (og þeirra bræðra), Fjölnir sem er alveg í stórsókn (loksins laus við Glamúrinn) og Sigrún sem er viljalaust verkfæri S1 þessa dagana. Hituðum aðeins upp og fórum í ASCA brekkuna og tókum þar 4 spretti í fínu færi (búið að bera í brautina) og síðan niðurskokk um Hlíðar í hellidembu. Það var mál manna að loksins þegar allar stórkanónurnar væru farnar í frí væri hægt að æfa af einhverju viti. Ekki einhver endalaus Hofsvallagata og eitthvað tilgangslaust ruslhlaup...ég get svarið það, loksins er einhver vinnufriður hérna....
Ástarkveðja, en ekki saknaðar-
Alls 8,6K
aðal

Engin ummæli: