þriðjudagur, ágúst 24, 2010
Hádegisæfing 24. ágúst
Mættir í dag á bæjarsýningu: Guðni, Dagur, Hössi (úr runna), Sveinbjörn, Bjútí (sem héreftir verður kallaður "Flakið"), Oddgeir og Sigrún. Vegna gríðarlegrar sýningarþarfar hjá formanni fórum við í rólegan miðbæ til að njóta síðustu daga stuttbuxna og sólaráhrifa sumarsins. Gott veður og sól skein í heiði og mikla furðu aðalritara vakti sú staðreynd að Björgvin, sem örentist 20m frá marklínu sl. laugardag, hljóp með sem lamb að vori og ekki var að sjá að þarna færi maður í háum póstnúmeraflokki sem nýlega hefði fengið væga nýrnabilun v. vökva- og eða æfingaskorts. Á mynd má sjá vélina sem Bjöggi þurfti að fara í eftir hlaupið.
"The Flake/Flakið"
Björgvin er 42 búinn að hlaupa
hann beinlínis lagði upp laupa
tuttugu metrum frá marki
lagðist niður og leitaði að kjarki
til að lufsast yfir og byrja að staupa (sig).
Höf. ókunnur.
Alls tæpir 8K
Kveðja,
aðal
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
AAAAAAAAAAAAAAAAAArrrrrrrrrrggggghhhhhhh harhahahaha ekki drepa mig. Þetta er bara satt, svona var þetta. Gæti ekki líst þessu betur sjálfur.
The Flake.
Skrifa ummæli