mánudagur, ágúst 23, 2010
Hávísindaleg rannsókn 23. ágúst
Í dag mættu í árlega úttekt á gelnotkun maraþonhlaupara í RM. Þetta voru þau: Hössi, Jón Gunnar, Oddgeir, Dagur (enda búinn að hvíla í heilan dag), Huld, Sigurgeir, Fjölnir, Sveinbjörn og Sigrún. Æfing þessi snýst um að hlaupa Hofsvallagötu og á bakaleið við Ægisíðu og heim á hótel söfnum við notuðum gelbréfum (einhverjir myndu segja geljabréfum)sem liggja í valnum eftir hlauparana. Á myndinni sem fylgir má sjá dreifingu tegunda og þar sem ég er ekki "administrator" á þessa úttekt læt ég öðrum eftir að fjalla sérstaklega um þá dreifingu, gerist þess þörf. Greinilegt er þó á öllu að hið svokallaða "Energy Gel" hefur vinninginn að þessu sinni.
Alls 8,6K
Kveðja,
aðalritari
Hjálagður er hlekkur færslunnar í fyrra til samanburðar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli