Mættir: Jói, Óli, Jón, Sigurgeir og Ívar.
Jói fór sína leið og aðrir fóru skv. æfingaplani þjálfarans. Þannig að í dag var boðið upp á eltingarleik. Ívar og Jón fóru Suðurgötu, undirritaður fór Kapla-stutt og Óli reyndi að safna km í 10 km hlaup. Engin lét ná sér þannig að allir stóðustu prófið...eða féllu þar sem þeir náðu engum!
Eitthvað hefur æfingaprógrammið vafist fyrir þjálfaranum þar sem sást til hans og Bjúti rölta inn á veitingastaðinn á HLL þar sem beið þeirra væntanlega sveittur borgari og franskar...
Kv. Sigurgeir
1 ummæli:
Nöh-hauts!
Það var sko enginn borgari og þaðanafsíður franskar. Heldur var í boði þorskur (sem er magur fiskur, safnar sinni fitu í lifrina), með eihverjum bévítans hollustuhrísgrjónum og svo voru einhverjar baunaspírur í meðlæti. Ég ákvað samt að vera ekki meðlæti út af þessu og borðai því allan matinn minn (eins og ég geri reyndar alltaf). Kv. Bjútí
Skrifa ummæli