Það var snörp æfing í hádeginu í dag, enda úrvalsdeildin á ferð.
Björgvin hélt áfram í Post-Marathon endurhæfingu en er samt farinn að plana næsta maraþon. Jói á við smávægileg meiðsli að stríða og hleypur ekki þessa dagana en arkar þrekhringinn með tilheyrandi æfingum. Dagur, Óli og Fjölnir hlupu Hofsvallahringinn á vaxandi tempói en Óli bætti við lengingum hér og þar upp í 10K enda ætlar hann sér stóra hluti í ASCA. Athygli vakti að Þjálfi vildi ekki neinn hasar í dag og bar við ströngum æfingum með Síamssystrum.
Kveðja, Fjölnir
4 ummæli:
Björgvin, það var lagið, hvar á að hlaupa næst og hvenær?
Kveðja Rúna forvitna ;)
Leyfðu honum að klára að sleikja sárin,áður en gengið verður á strákinn. Hann á eftir að koma sterkur út RRR og þá gefur hann út tilkynninguna,ég legg til við hann Boston marathon, eins og ég um árið þegar hlaupið átti 100 ára afmæli.kv the mad rocker.
Skal gert... hver sem þú ert, mad rocker ;)
RRR
Minni á hlekkinn til hægri á síðunni "Orðabók fyrir fólkið á götunni" til að finna út svona hluti :-)
Kv. Flakið
Skrifa ummæli