Mættir: Oddgeir og Sigurgeir
Thank God its Friday og í tilefni dagsins var farið Freaky Friday. Það sem var freaky við hann er að við slepptum því að fara bæjarúnt og tókum rólega Hofs í staðin. Við vonum að rúðustrikaði formaðurinn fyrirgefi okkur þetta :o)
Það er áberandi hvað það er orðið fámennt á æfingum. Hér eru nokkrar ástæður sem gætu valdið því að það sé farið að fækka verulega á æfingum.
1. Síams mæta ekki eins oft og áður þar sem það passar ekki í maraþon-prógrammið þeirra. Þær eru jafn vinsælar og Ingó Veðurguð og oftast mikill fjöldi sem mætir á þau mannamót þar sem þær eru.
2. Guðni hefur ekki komið síðan í sumar. Einhverjir hafa áhyggjur af því hver á að héra sig þegar yfirhérinn er ekki í æfingu. Það er hætt við því að þeir sem treysta á Guðna sjá ekki tilgang með því að æfa þegar engin héri er á staðnum til að leiðbeina þeim.
3. Bjútí hefur lítið mætt á æfingar og sést það á klæðnaði þeirra sem eru að mæta. Það er engin trendsetter á svæðinu til að leiðbeina fólki hvernig á að klæða sig. Fréttir herma að hann stundi lyftingar sem aldrei fyrr og stefni á að vera hel köttaður og tanaður í drasl þegar hann lætur sjá sig aftur.
4. RRR hefur fært sig um set og æfir nú eins og vindurinn í Boston. Eftir að hún flutti hefur ekki sést til félaga hennar af hótelinu á hlaupum.
5. ASCA æfingaráætlun frá formanninum. Þessi áætlun hræðir sjálfsagt einhverja og þora þeir ekki að mæta á gæðaæfingar. Það var samt tekið fram að hver og einn má hlaupa skv. sínu plani, þetta var bara ætlað sem viðmið fyrir þá sem vildu nota sér það.
Allt það fallega og skemmtilega fólk sem hefur tök á því að mæta í hádeginu og langar að hlaupa með eintómum gleðigjöfum er vinsamlegast beðið um að mæta á pinna kl. 12:08 alla virka daga :o)
Góða helgi,
Sigurgeir
2 ummæli:
Ég geng í málið með hoteliers...
En hvar er formaðurinn?
Kv frá RRR
Þetta er allt satt hjá þér Sigurgeir! Var meira samt að hugsa um að vera Elg-tanaður (heyrði þetta nýlega) en Hel-tanaður, það er eitthvað svo "last year".
Bjútí
Skrifa ummæli