miðvikudagur, janúar 26, 2011

Hádegisæfing 26. janúar

Mættir: Guðni, Jón Örn, Huld, Sigurgeir, Dagur, Sveinbjörn og Sigrún. Sveinbjörn, Sigrún og Guðni fóru Suðurgötu á þægilegum hraða en hinir fóru Hofsvallagötu á óþægilegum hraða (sem ekki allir voru sammála um hver var). Sigurgeir, sem sótt hefur um félagsskipti yfir í Val, mætti á sína fyrstu meistaraflokksæfingu í langan tíma en hann hefur nú formlega hafið undirbúning fyrir undirbúninginn fyrir Stokkhólm. Enn hefur ekkert fréttst af umsókn Oddgeirs fyrir Stokkhólm en til stendur að skoða sérstaklega þá sem fá inni vegna sértækra aðstæðna en hann er einmitt að reyna að komast inn á þeirri forsendu að bein hans eru úr koltrefjum og eru hol að innan.
Alls rúmir 8K
Kveðja,
aðalritari

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mun mæta í sértaklega flottum búning á æfingu á föstudaginn...Aðal specially for you :o)

Kv. Glamúr