Mættir: Ívar, Dagur, Sigurgeir, Bjöggi, Óli og , þrátt fyrir gríðarlegt baktal síðustu daga-Síamstvíburarnir ógurlegu.
Farinn var rólegur Suðurgötuhringur, öfugur, til að vinna gegn perraáhrifum gærdagsins. Allir voru í recovery en enginn vissi af hverju því enginn gerði neitt erfitt í gær en anyways...Búið er að raða í herbergi fyrir Stokkhólmsheilkennið. Herbergjaskipan er þannig: 8 verða saman í herbergi á upptökuheimili í útjaðri Stokkhólms, í fjórum kojum, tveir í hverri. Verð 30SEK á haus í 3 daga. Einn einstaklingur verður á 5 stjörnu lúksushóteli við hlið rásmarksins í einstaklingsherbergi, deluxe. Verð 500SEK nóttin, án skatta. Hommar eru ekki leyfðir á hæðinni og hundahald er bannað.
Komið hefur verið að máli við aðalritara að mæta betur á æfingar sökum bloggleysis en aðalritari er að vinna í því að fá setta upp vefsjá sem tengist heimabíókerfi aðal þannig að ekki sé nauðsynlegt að vera staddur á æfingunni til að sjá hvað fer þar fram. Einnig er unnið að uppsetningu samskonar kerfis í baðklefa í Valsheimili því þar er víst æði margt og misjafnt á kreiki, fyrir og eftir æfingar.
Alls um 7-8K í fínasta veðri. Óskalagið:
Kveðja,
Sigrún
1 ummæli:
Snilld.
fþá
Skrifa ummæli